Í skólanum er mikil áhersla lögð á heilbrigði, hollustu og hreyfingu. Allir bekkir skólans tóku þátt í átakinu “Göngum í skólann” á dögunum. Langflestir nemendur Glerárskóla komu gangandi eða á hjóli í skólann þær tvær vikur sem sem átakið stóð yfir.
Mjótt var á mununum þegar reiknimeistarar skólans fóru yfir skýrslur bekkjanna kom í ljós að krakkarnir í 6. bekk EGG voru duglegastir að koma í skólann á vistvænan hátt, eða 97% tilvika. Í öðru sæti var 7. bekkur ÍDH og 6. bekkur EEM hafnaði í þriðja sæti.
Þessir bekkir fengu allir viðurkenningarskjal sem hengt verður upp í stofunum þeirra. Að auki fékk sigurbekkurinn veglegan bikar til varðveislu í eitt ár.
Smellið á myndirnar til þess að sjá stærri útgáfur af þeim.