Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Drottningarbragð!

Skákáhugi hefur aukist í Glerárskóla í vetur, einkanlega hjá stúlkunum sem gjarnan sitja við skákborið og beita drottningarbragðinu. Væntanlega eru þetta áhrif frá sjónvarpsþáttunum vinsælu sem margir fylgdust með fyrr í vetur.
Fyrir þá sem ekki vita er drottningarbragð ein af elstu skákbyrjununum sögunnar og er fyrir löngu orðin klassísk. Þegar bragðinu er beitt snýst baráttan strax um tök á miðborðinu og felur í framhaldinu í sér talsverða liðsflutninga og stöðubaráttu.

Ef leikið er drottningarbragð hefur hvítur leik á því að færa konungspeð sitt á e4 og svartur svarar með því að setja sitt konungspeð á e5. Sjálft bragðið er fólgið í næsta leik hjá hvítum er hann leikur drottningarpeðinu á d4 og þá getur framhaldið orðið ansi fjörugt.