Mánudaginn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu á Íslandi.
Í Glerárskóla var hefðbundin dagskrá en það felur í sér að nemendur í 8. – 10. bekk fara úr húsi fyrir hádegi, sameinast sínum árgöngum í öðrum skólum og halda hátíð íslenskunnar.
Nemendur á miðstigi dreifast víða um bæinn til að lesa upp ljóð frá um kl. 10:00- 12:00. 5. bekkur fer í iðnaðar-hverfin, 6. bekkur á leikskólana/Glerártorg og 7. bekkur á elliheimilin/miðbæinn.
Stóra upplestrarkeppnin var einnig sett formlega, hjá nemendum í 7. bekk.