Upphaf undirbúnings fyrir upplestrarkeppnina Upphátt miðast við dag íslenskrar tungu, 16. nóvember. Við í Glerárskóla héldum setningarhátíðina okkar á föstudaginn með stuttri en hátíðlegri athöfn. En keppnin er upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fyrir nemendur í 7. bekk.
Eyrún skólastjóri flutti setningarávarp, Viktor Helgi Hjaltason spilaði á píanó, Steini á bókasafninu flutti smá hvatningarræðu og Freyja Mist Tryggvadóttir, sem var fulltrúi Glerárskóla á Upphátt í fyrra, las ljóðið Til eru fræ, eftir Davíð Stefánsson.
Í morgun hófst síðan lestrarátak í skólanum þar sem nemendur munu lesa bækur við sitt hæfi nánast fram að jólaleyfi.


