Í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er Dagur íslenskrar tungu. Ýmislegt var gert í skólanum í tilefni þess. Miðstigskrakkar fóru m.a. um hverfið og lásu ljóð fyrir gesti og gangandi. Unglingastigið fékk afhenta nýja útgáfu af myndasögum á íslensku um Leðurblökumanninn.