Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni dagsins var sitthvað gert í Glerárskóla, bæði úti og í skólastofum. Hluti nemenda safnaði plöntum og greindi, aðrir skrifuðu sögu þar sem við sögu komu hlutir sem nemendurnir söfnuðu úti í náttúrunni.

Á skólalóðinni voru heimsins bestu lummur steiktar við snarpheit kol og blússandi prímus. Þær þóttu ljúffengar með ögn af sykri. Það voru tvær á mann!

Hér má sjá stutt myndband frá þessum góða degi.