Dagur íslenskrar náttúru var 16. september og að venju var hann í hávegum hafður í Glerárskóla.
Nemendur fengu að spreyta sig á margvíslegum verkefnum og fengu útrás fyrir sköpunargleði sína þar sem náttúran var upphafin í fjölda listaverka. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ímyndunaraflið takmarkalaust.