Nemendur Glerárskóla gerðu margt skemmtilegt í gær, 16. september, á degi íslenskrar náttúru. Krakkarnir í fimmta og sjötta bekk fóru t.d. í Kvennfélagsreitinn, og skoðuðu hann með augum listamannsins. Síðan tók sköpunargleðin við og mörg falleg og athyglisverð listaverk litu dagsins ljós.