Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Byrjendalæsi í Glerárskóla

Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð ætluð til læsiskennslu barna í 1. og 2. bekk. Aðferðin hefur verið þróuð á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Skólaárið 2006 – 2007 byrjuðu kennarar í Glerárskóla að nýta sér aðferðir Byrjendalæsis í lestrarkennslu. Með aðferðinni er leitast við að hafa kennsluaðferðir við læsiskennslu fjölbreyttar og koma til móts við mismunandi þarfir nemenda við að læra að lesa. Unnið hefur verið með lestur, ritun, tal og hlustun á sem heildstæðastan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur vinni með gæðatexta sem rýnt er í á margvíslegan hátt en jafnframt hafa nemendur haft léttlestrarbækur til að æfa lestur. Kennarar í Glerárskóla hafa fengið ráðgjöf frá Háskólanum á Akureyri og hefur sú aðstoð og eftirfylgni nýst skólanum mjög vel.

Við upphaf innleiðingar á byrjendalæsi var búið til myndband til að kynna þessa nálgun á lestrarnámi, myndbandið er hægt að skoða hér.

20150508_085114   20150508_085339  Meðfylgjandi myndir eru úr stöðvavinnu í 1. bekk vorið 2015