Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Byggingameistarar framtíðarinnar

Snjórinn getur verið dásamlegur. Yfir vetrartímann er bílaplan skólans hreinsað reglulega og göngustígar sömuleiðis. Snjónum ýtt í stóran hól sem hefur afar mikið aðdráttarafl. Það er hægt að leika sér endalaust á hólnum og nú hafa arkitektar og byggingameistarar framtíðarinnar hafist handa við að hanna og reisa nýtt íbúðahverfi í skjóli hólsins.
Önnur áberandi bygging er langt komin á svæðinu milli álma b og d. Vonandi tekst að ljúka byggingaframkvæmdum áður en það brestur á með sunnan roki og rigningu um helgina.