Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Viðvörunarbjallan glumdi

Klukkan 8:20 í morgun hringdi viðvörunarbjallan og þar með hófst rýmingaræfing í Glerárskóla. Starfsfólk skólans brást við samkvæmt fyrirfram ákveðinni og vel æfðri áætlun. Viðbrögð voru fumlaus og vel gekk að rýma skólann.

Alla jafna eru tvær rýmingaræfingar haldnar á hverju skólaári. Önnur þeirra er með vitund nemenda og starfsfólks, rétt eins og núna í morgun.
Valdir bekkir fóru út um neyðarop á stofunum sínum. Aðrir bekkir skólans gengu í röð út á körfuboltavöll þar sem allir komu saman. Kennararnir fóru fyrir sínum bekk og héldu grænu spjaldi á lofti sem merki um að allir nemendur viðkomandi bekkjar sem mætt höfðu í skólann væru komnir út „heilir á húfi“.
Allt gekk hratt og örugglega fyrir sig og var vel innan þeirra tímamarka sem miðað er við.