Íþróttafélagið Akur vill vekja athygli grunnskólabarna á borðtennis.
Borðtennis er fyrir alla aldurshópa og er mjög skemmtileg íþrótt.
Af því tilefni komu tveir fulltrúar frá Akri í heimsókn í október, þau Sigurrós Ósk Karlsdóttir og Kolbeinn J. Pétursson, og gáfu nemendum Glerárskóla tvo borðtennisspaða að gjöf.
Þökkum við kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.