Vöffluangan liðaðist um ganga Glerárskóla á viðtalsdögunum í dag og í gær. Enda voru margir sem gátu ekki staðist freistinguna, enda engin ástæða til. Ágóðinn af vöfflusölunni, sem fram fór á bókasafni skólans, rann í ferðasjóð 10. bekkjar sem ætlað er að greiða niður úrskriftaferð krakkanna. Síðan er alveg sjálfsagt að setjast niður eftir vel heppnað viðtal og ræða málin áfram yfir ljúffengri rjómavöfflu.
Að þessu sinni stýrðu nemendurnir sjálfir viðtölunum og sögðu forráðamönnum sínum frá því hvernig þeim gengi í skólanum, hvað væri gott og hvað þau mættu betur gera. Þetta viðtalsform reynir á nemendurna og er töluverð valdefling sem styrkir í sjálfsmati gerir þá sterkari í öllum samskiptum. Flestir eru þeirrar skoðunar að þessi tilraun hafi gengið nokkuð vel.
Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudaginn 2. febrúar.