Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Bíó, vist og jólamatur

Uppbrotsdagurinn í dag var sérlega skemmtilegur. Krakkarnir á yngsta stigi áttu sannkallaðan kósýdag þar sem þeir horfðu á jólamyndir og hámuðu í sig popp og snakk, en þær dásemdir máttu þau taka með sér í skólann í dag.

Eldri nemendur tóku slaginn, hvern af öðrum í félagsvist. Spilað var grand og nóló, einnig allar sortirnar. Margir eru óvanir spilastokknum og áttu í smá erfiðleikum með að halda á þrettán spilum á hendi og sortera, en góðir nemendur eru fljótir að læra. Ekki er vitað til þess að slemma hafi náðst en hálfslemma sást við einhver spilaborð.

Hátíðarmaturinn kórónaði góðan dag.

Nemendur á unglingastigi halda litlu jólin í köld. Rúta fer frá Glerárskóla kl. 19.20. Litlu jólin hjá nemendum í 1. – 4. bekk eru í fyrramálið og hefjast kl. 8.15. Litlu jólin hjá 5. – 7. bekk hefjast klukkan 9:00.

Nemendur eru komnir í jólafrí að loknum litlu jólunum.

Myndir af frá þessum góða degi má sjá hér og einnig myndir af best skreyttu hurðum Glerárskóla í ár.