Nemendur 10. bekkjar Glerárskóla halda Bingó í matsal skólans þriðjudaginn 11. febrúar kl. 18.00 og vitaskuld eru allir velkomnir. Spjaldið kostar 1500 kr. og veitingar verða seldar á staðnum.
Krakkarnir lofa miklu stuði og fjölda glæsilegra vinninga, bæði gjafabréf og vörur úr ýmsum áttum. Bingóið er hluti af fjáröflun fyrir útskriftarferð krakkana.