Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Beint í mark

Krakkarnir í sjötta bekk Glerárskóla skemmtu sér heldur betur vel í gærkvöldi. Bekkjaráðið skipulagði heimsókn í píludeild Þórs, þar sem aðstaðan er öll til mikillar fyrirmyndir.

Þar lærðu krakkarir réttu handtökin við pílukastið og fór í margvíslega leiki sem í senn þóttu spennandi og stórskemmtilegir.

Þegar allir voru orðnir svangir birtust fjallháir staflar af pizzum og gnótt góðra drykkja. Allir fóru því saddir og sælir heim.

Samverustundir sem þessar eru ómetanlegar til að styrkja vinabönd og bræðralag innan bekkja skólans.