Krakkarnir í sjötta bekk Glerárskóla skemmtu sér heldur betur vel í gærkvöldi. Bekkjaráðið skipulagði heimsókn í píludeild Þórs, þar sem aðstaðan er öll til mikillar fyrirmyndir.
Þar lærðu krakkarir réttu handtökin við pílukastið og fór í margvíslega leiki sem í senn þóttu spennandi og stórskemmtilegir.
Þegar allir voru orðnir svangir birtust fjallháir staflar af pizzum og gnótt góðra drykkja. Allir fóru því saddir og sælir heim.
Samverustundir sem þessar eru ómetanlegar til að styrkja vinabönd og bræðralag innan bekkja skólans.