Miðvikudaginn 8. nóvember n.k., er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Glerárskóli hefur um árabil tekið þátt í þessum degi. Í ár ætlum við að halda smiðjudag þar sem áherslan verður á baráttu gegn einelti og unnið verður með vináttu og samskipti.
Hjálpumst að og tökum þátt í baráttunni gegn einelti.