Það var virkilega gaman að fá bæjarstjórann okkar, Ásthildi Sturludóttur, í heimsókn í gær. Eyrún Skúladóttir skólastjóri tók á móti Ásthildi, ræddi við hana um skólastarfið og gekk með henni um skólann, álmurnar sem þegar búið er að endurnýja, þá sem verið er að ljúka vinnu við og þá sem bíður yfirhalningar.
Þær kíktu við á bókasafni skólans og notuðu tækifærið til að kíkja í bók, eins og vera ber.