Glerárskóli er í margþættu og fjölbreyttu samstarfi við skóla og skólafólk víða í Evrópu í gegnum Erasmus+. Kennarar og nemendur okkar fara utan nokkrum sinnum á ári og við tökum á móti góðum gestum.
Markmiðið með samstarfinu er að skapa tengsl, auka víðsýni og tileinka sér nýjar og fjölbreyttar leiðir til að efla skólann enn frekar.
Á meðfylgjandi mynd eru fjórir kennarar sem dvelja nú hjá okkur í nokkra daga og kynna sér starfið í Glerárskóla. Gestirnir eru frá Danmörku og Ítalíu.