Knattspyrnumót grunnskólanna á Akureyri fór fram í Boganum nú í morgun. Krakkarnir okkar stóðu sig vel, sérstaklega áttundi bekkur en stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar.Á meðfylgjandi myndum má sjá stúlknaliðið okkar eftir að þær höfðu lagt andstæðinga sína með átta mörkum gegn engu. Einnig má sjá mynd af strákaliðinu í hraðri sókn sem endaði með snyrtilegu marki.



