Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Átak gegn matarsóun

Vikuna 27. feb.- 3. mars verður átaksvika hér í skólanum til að sporna við matarsóun og huga að neysluvenjum.

Þetta er tilvalin vika til að ræða við börnin okkar um neyslu og matarsóun og annað sem tengist
þessum málum heima fyrir en það verður einnig gert í skólanum.

Þessi vika er einnig „umbúðarlaus vika“ þar sem við hvetjum nemendur til að
koma með nestið sitt í margnota umbúðum í skólann.

Nemendur verða hvattir til að skammta sér hóflega í mötuneyti skólans en vigtað verður frá matsal þessu viku í skólanum og niðurstöður hengdar upp á vegg.

Með von um góða þátttöku heima fyrir og í skólanum.