Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Árshátíð Glerárskóla 2022 – Allir velkomnir

Árshátíðarsýningar verða þrjár og tekur hver u.þ.b. eina og hálfa klukkustund.

Verð á sýningar er kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri en kr. 1.000 fyrir eldri. Hægt er að greiða með peningum eða korti.

Við mælum með því að foreldrar taki ekki ung börn með sér á sýningarnar. Vakin er athygli á því að þeir nemendur sem eru að sýna hafa þegar séð atriðin á undan og eftir sínu atriði á generalprufu.

Við viljum benda forráðamönnum á að meðan á sýningu stendur verður ráp inn og út úr íþróttasal ekki leyft. Sýnum nemendum virðingu og fylgjumst með sýningunni af áhuga☺.

Gengið verður inn um aðalinngang Glerárskóla. Á tengigangi verður sýning á listaverkum og ljóðum nemenda skólans sem hægt er að njóta á leið inn í sal.

Kaffisala/kökuhlaðborð verður á vegum 10. bekkinga. Það verður í boði á milli sýninga á miðvikudegi og eftir sýningu á fimmtudegi. Verð kr. 1.000 en 500 kr. fyrir börn yngri en 6 ára.

Miðvikudaginn 6.apríl eru tvær árshátíðarsýningar í Glerárskóla.
Kennsla er til kl. 13:15. Sýningar verða kl. 17:00 og kl. 19:30

Fimmtudaginn 7. apríl er ein árshátíðarsýning og Árshátíðarball Glerárskóla.
Kennsla er til kl. 13:15. Sýning er kl. 15:30.
Árshátíðarball fyrir nemendur í 1.- 4. bekk hefst kl. 17:45 í íþróttahúsi og stendur tilkl. 18:45. Kostar 500 kr. á ballið og innifalið er nammi og drykkur. Innganga um íþróttahús.

Árshátíðarball fyrir nemendur í 5. – 10. bekk hefst kl. 20:00. Því lýkur hjá 5.- 6. bekk kl. 21:30,
7. bekk kl. 22:00 og hjá 8. – 10. bekk kl. 23:30.

Verð fyrir 5.-7. bekk er kr. 1.000 en kr. 1.500 fyrir 8.-10. bekk. Innganga um íþróttahús. Nemendur í 5. bekk mega velja á hvort ballið þeir fara.

Munið snyrtilegan klæðnað! Allur ágóði sýninga og árshátíðar fer í að greiða niður skólaferðalög og vettvangsferðir nemenda.

Árshátíðaratriði 2022:
1. bekkur: Söngur
3. bekkur: Dans
5. bekkur: Elliheimilisfjör
7. AHG: Hvolpasveit
7. LRS: Frosen
9. bekkur: Dýrin í Hálsaskógi

Föstudaginn 8. apríl er skóladagur í Glerárskóla. Kennsla hefst kl. 10.00 og er samkvæmt stundaskrá eftir það. Að skóla loknum á föstudeginum hefst páskafrí nemenda.

Frístund verður opin fyrir alla nemendur frá 1. – 4. bekk ef þeir óska að kom á milli klukkan 8:00-10:00 eða þar til kennsla hefst. Ekki þarf að skrá fyrir fram.

Kennsla hefst að loknu páskafríi þriðjudaginn 19. apríl 2022 samkvæmt stundaskrá.