Árshátíðarsýningar verða þrjár og sýningartíminn er u.þ.b. ein og hálf klukkustund.
Verð á sýningar er kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri, kr. 1.000 fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn undir skólaaldri. Hægt er að greiða með peningum eða korti.
Við mælum með því að foreldrar taki ekki ung börn með sér á sýningarnar. Vakin er athygli á því að þeir nemendur sem eru að sýna hafa þegar séð atriðin á undan og eftir sínu atriði á general prufu.
Við viljum benda forráðamönnum á að meðan á sýningu stendur verður ráp inn og út úr íþróttasal ekki leyft. Sýnum nemendum virðingu og fylgjumst með sýningunni af áhuga☺ Einnig bendum við á að fólk haldi hópinn og fari ekki út fyrir sína kúlu.
Gengið verður inn um aðalinngang Glerárskóla en þegar farið er út að lokinni sýningu verður gengið út um aðalinngang íþróttahúss. Á tengigangi verða fjórar miðasölustöðvar og biðjum við fólk að virða fjarlægðartakmörk og muna eftir andlitsgrímum. Gestum verður vísað og raðað í sal en fullorðnir eru beðnir að skrá nafn, kennitölu og símanúmer á miða og afhenda í miðasölu. Sá sem fer fyrir hópnum verður skráður á keyptan aðgangsmiða og skilar honum við inngöngu í sal.
Á tengigangi verður sýning á listaverkum og ljóðum nemenda skólans sem hægt er að njóta á leið inn í sal.
Miðvikudaginn 24.mars eru tvær árshátíðarsýningar í Glerárskóla. Kennsla er til kl. 13:15. Sýningar verða kl. 17:00 og kl. 19:30
Fimmtudaginn 25. mars er ein árshátíðarsýning og Árshátíðarball Glerárskóla. Kennsla er til kl. 13:15. Sýning er kl. 15:30.
Árshátíðarball fyrir nemendur í 1.- 4. bekk hefst kl. 17:45 í íþróttahúsi og stendur til kl.18:45. Kostar 500 kr. á ballið og innifalið er bland í poka og drykkur. Innganga um íþróttahús.
Árshátíðarball fyrir nemendur í 5. – 10. bekk hefst kl. 20:00. Því lýkur hjá 5.- 6. bekk kl. 21:30, 7. bekk kl. 22:00 og hjá 8. – 10. bekk kl. 22:45. Verð fyrir 5.-7. bekk er kr. 800 en kr. 1.000 fyrir 8.-10. bekk. Innganga um íþróttahús. Nemendur í 5. bekk mega velja á hvort ballið þeir fara. Munið snyrtilegan klæðnað!
Allur ágóði sýninga og árshátíðar fer í að greiða niður skólaferðalög og vettvangsferðir nemenda.
Árshátíðaratriði 2021:
1. bekkur: Söngur
3. bekkur: Dans
5. GÞB: Elliheimilið
5. JIE: Ævintýraskógurinn
7. IB: Colour Run í Þúsundekruskógi
7. SB: Glerárskóli „Got Talent“
9. bekkur: Konungur ljónanna
Föstudaginn 26. mars er skóladagur í Glerárskóla. Kennsla hefst kl.10:00 og er samkvæmt stundaskrá eftir það. Að skóla loknum á föstudeginum hefst páskafrí nemenda. Frístund verður opin fyrir alla nemendur frá 1. – 4. bekk ef þeir óska að kom á milli klukkan 8:00-10:00 eða þar til kennsla hefst. Ekki þarf að skrá fyrirfram.
Kennsla hefst að loknu páskafríi þriðjudaginn 6.apríl 2021 samkvæmt stundaskrá.