Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Árshátíð 10. bekkjar

Það var mjög gaman hjá nemendum tíunda bekkjar á miðvikudagskvöldið þegar þeir héldu árshátíð sína, sem ekki var unnt að halda fyrir páska.

Krakkarnir sáu sjálfir um allan undirbúning. Stofan var færð í hátíðarbúning og í matreiðslustofu skólans reiddur nemendur fram hátíðarmat sem sannarlega féll í kramið.

Forréttirnir voru þrír; Brucettur, annars vegar með kalkún, hins vegar með skinku. Með fylgdi síðan beikonvafin daðla.

Aðalrétturinn var glæsileg nautalund með heimagerði Bernaise sósu, Hasselback kartöflum og grænmeti, steiktu og soðnu.

Eftirréttirnir voru þrír; heimagerður ís, margenstoppar og frönsk súkkulaðikaka.

Eftir kvöldverðinn hófst heilmikið stuð, verðlaunaafhendingar og sýnt var kennaragrín sem krakkarnir unnu og sýndu starfsfólk skólans eins og það kemur þeim fyrir sjónir.

Þetta þótti sérlega vel heppnuð árshátíð hjá frábærum krökkum.