Í dag er alþjóðadagur móðurmálsins og í tilefni hans er sjónum beint að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli. Í Glerárskóla eru margir tvítyngdir nemendur og innan veggja okkar eru nemendur með sterka tengingu við a.m.k. 13 tungumál.
Á meðfylgjandi veggspjaldi hafa nokkrir nemendur skólans skrifað orðin ást og friður á móðurmálinu sínu og þar kennir sannarlega ýmissa grasa.