Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verða engar breytingar gerðar á sóttvarnarreglum a.m.k. til 9. desember næstkomandi. Hvað tekur við eftir það mun koma í ljós þegar þar að kemur. Öll vonum við það besta og til að svo verði er mikilvægt að allir fylgi sóttvarnareglum, sinni persónulegum sóttvörnum (handþvotti og sprittun) virði fjarlæðgarmörk, forðist hópamyndanir og gangi með grímur þar sem það á við.
Foreldrar og forráðamenn Glerárskóla fengu fréttabréf skólans sent nú í morgunsárið en það er einnig að finna á heimasíðu skólans. Það er mikilvægt að lesa fréttabréf skólans vel því þar er alltaf að finna mikilvægar og hagnýtar upplýsingar.