Undirbúningur fyrir árshátíð Glerárskóla gengur afar vel. Nemendur hafa æft atriði sín á stóra sviðinu í tvo daga og spenningurinn fyrir frumsýningu á morgun er afar mikill.
Skólinn er að taka á sig hátíðarsvip og gangar hans eru skreyttir myndverkum og ljóðum nemenda, því ljóða- og myndlistakeppni er haldin í tengslum við árshátíðina og þá er einnig útnefndur íþróttamaður Glerárskóla.
Á morgun, miðvikudaginn 29. mars er kennt til kl. 13.15. og síðdegis og um kvöldið eru tvær árshátíðarsýningar. Þær verða kl. 17:00 og kl. 19:30. Á fimmtudaginn er sýning kl. 15:30.
Gengið verður inn um inngang við íþróttahús Glerárskóla. Á milli sýninga verður kaffisala/kökuhlaðborð á vegum 10. bekkinga. Verð kr. 1.500 en 500 kr. fyrir börn á leikskólaaldri.
Sjáumst sem flest og skemmtum okkur saman.