Það sem eftir lifir skólaárs verður öll íþróttakennsla í Glerárskóla utandyra, enda oft erfitt að hanga inni þegar vorsólin skín og kvikasilfrið í hitamælunum fikrar sig hægt og rólega upp á við.
Krakkarnir kunna vel að meta útiíþróttirnar þar sem allir fá að fylla lungun af fersku loft, reyna á sig og fá útrás í heilbrigðum og skemmtilegum leik.