Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Allir mættir til starfa

Flest starfsfólk Glerárskóla er komið til vinnu eftir sumarleyfi. Verkefni næstu daga eru ærin. Margvíslegir vinnufundir eru á dagskránni, námskeið, taka upp ný kennslugögn, tilflutningur milli skólastofa og að koma öllu í rétt stand áður en skólinn fyllist af lífi í næstu viku.

Skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst í íþróttasal skólans. 2. – 4. bekkur mæta til setningarinnar klukkan 9:00. Klukkustund síðar eða klukkan 10:00 verður setning fyrir 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekkur mæta til skólasetningar klukkan 11:00. Að setningu lokinni fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur og fá upplýsingar um skólastarfið. Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar verða boðaðir til viðtals þann 22. ágúst 2022.
Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum skólans þriðjudaginn 23. ágúst.