Starfsfólk Glerárskóla hittist á starfsmannafundi í morgun og þar með hófst formlegur undirbúningur fyrir kennslu vetrarins.
Skólinn verður settur mánudaginn 23. ágúst. Að þessu sinni er forráðamönnum ekki boðið að koma á setninguna vegna aðstæðna í
samfélaginu.
2.- 4. bekkur mætir kl. 9:00
5.- 7. bekkur mætir kl. 10:00
8.- 10. bekkur mætir kl. 11:00
Að lokinni athöfn á sal (íþróttahúsi skólans) fara nemendur með umsjónakennara sínum í heimastofu.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst og þá verður nú gaman!