Þótt það sé óvenjulega rólegt á gögnum skólans um þessar mundir hafa allir sitthvað fyrir stafni. Kennslan hefur verið löguð að aðstæðum; nemendur á unglingastigi opna tölvurnar heima og leysa verkefni meðan yngri nemendur fá kennslu í skólanum, misjafnlega skerta.
En það sem skiptir mestu máli er að allir leggja sig fram um að láta starfið ganga upp, kennarar og starfsfólk skólans, nemendur og fjölskyldur þeirra.
Það er mikilvægt að virða samkomubannið og tveggja metra regluna, muna eftir gleðinni og mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega.