Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Allir í fjallið

Á morgun, miðvikudaginn 15. mars 2023 er nemendum í Glerárskóla boðið í Hlíðarfjall.

Sumir fara á bretti, aðrir á svigskíði, enn aðrir á gönguskíði og svo mega nemendur taka með sér snjóþotur og sleða. Muna eftir að merkja þotur og sleða. Gönguferð verður í boði fyrir þá sem það kjósa.

Skráningu á búnaði er lokið. Ekki er hægt að lána búnað til nemenda í 1.- 4. bekk og þeir nemendur sem eiga búnað geta ekki fengið lánaðan búnað í fjallinu.

Eftirtaldar lyftur verðar opnar: Töfrateppið, Auður, Hólabraut og Hjallabraut. Hugsanlega verður Fjarkinn einnig opinn.

Allir nemendur fara heim með rútum um hádegisbil og hádegismatur verður snæddur í skólanum. Samvalsgreinar eru kenndar þennan dag.

Veður og færi geta breyst á skömmum tíma og mið verður tekið af því.

Mætingar, heimkoma og skólalok:

1 – 4. bekkur: Mæting í skóla kl. 08:15. Rúta fer í Hlíðarfjall um kl. 09:00 og til baka kl. 11:15, hádegismatur og síðan skólalok (frístund) kl. 12:00.

5 – 7. bekkur: Mæting í skóla kl. 08:15. Rúta fer í Hlíðarfjall um kl. 08:30 og til baka kl. 11:00, hádegismatur, kennslustund og síðan skólalok kl. 12:00.

8 – 10. bekkur: Mæting í Glerárskóla kl. 08:30. Rúta fer í Hlíðarfjall um kl. 08:45 og til baka kl. 11:45, hádegismatur og síðan skólalok. Valgreinar hjá þeim sem eru í samvali á miðvikudögum.

Nemendur þurfa að koma klæddir skv. veðri. Spáin gerir ráð fyrir köldu veðri svo allir þurfa að vera vel klæddir. Hlífðarbuxur, húfa, vettlingar (auka í tösku) og hjálmar mega ekki gleymast heima.

Munið eftir nesti. Mælum með kakói á brúsa og samloku. Nemendur þurfa að taka allar umbúðir með sér heim aftur.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá umsjónarkennurum, ritara eða stjórnendum.