Í dag tekur Akureyrarbær á móti viðurkenningu sem fyrsta Barnvæna sveitarfélag landsins. Afhendingin fram við Rósenborg, fyrir neðan Brekkuskóla. Það verður boðið upp á létt tónlistaratriði frá fulltrúa ungmennaráðs ásamt því að félagsmálaráðherra, fulltrúar UNICEF, bæjarstjóri og ungmennaráð munu ávarpa gesti.
Það eru allir velkomnir á athöfnina, ungir sem eldri. Hoppukastalar verða á svæðinu frá 13 – 15 og boðið verður upp á ís!