Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Akureyrarmeistarar í skólahreysti

Nemendur Glerárskóla stóðu sig með afbrigðum vel í Skólahreysti sem haldin var í gær í beinni útsendingu á RÚV.

Lið Glerárskóla hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli og skákaði hinum grunnskólunum á Akureyri. Það má því með sanni segja að lið Glerárskóla sé Akureyrarmeistari í Skólahreysti!

Lið skólans skipuðu  Kolfinna Líndal Arnarsdóttir, Mateuz Gabríel Ásgrímsson, Arnar Björn Birgisson og Emilía Björk Óladóttir. Varamenn voru Eydís Ósk Svavarsdóttir og Óskar Kolandavelu. Mateuz gerði sér lítið fyrir og náði besta árangri allra í riðlinum í dýfum og var tekinn í sjónvarpsviðtal að afrekinu loknu.

Dalvíkurskóli hafnaði í efsta sæti riðilsins, Varmahlíðarskóli var í öðru sæti og Glerárskóli í því þriðja. Þar á eftir komu hinir grunnskólarnir á Akureyri, Valsársskóli og Þelamerkurskóli.

Við óskum Akureyrarmeisturunum til hamingju!