Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Akureyrarmeistarar!

Það var mjög gaman að fylgjast með nemendum Glerárskóla keppa í Skólahreysti í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV í gærkvöldi.

Glerárskóli sendi fjögurra manna lið sem hafnaði í öðru sæti riðilsins, næst á eftir Dalvíkurskóla. Lið Glerárskóla stóð sig best af skólunum á Akureyri og er því Akureyrarmeistari í Skólahreysti, annað árið í röð!

Lið skólans skipuðu að þessu sinni þau Arnar Birgisson Emilía Björk Óladóttir og Helgi Þór Andrésson úr 10. bekk og Karlotta Björk Andradóttir úr 9. bekk sem gerði sér lítið fyrir og vann keppnina í armbeygjum. Hún gerði 48 armbeygjur og fyrir afrekið var hún tekin í sjónvarpsviðtal þar sem hún stóð sig einnig vel.

Við óskum Akureyrarmeisturunum til hamingju!