Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Áhugi, áræðni og vinarþel á fjölgreindarleikjum

Það má með sanni segja að fjölgreindarleikarnir á þemadögunum hafi gengið vel. Viðhorf nemenda til verkefnisins einkenndist af miklum áhuga, áræðni og vinarþeli.

Nemendum var skipt í hópa þvert á skólastigin. Í hverjum hópi voru nemendur úr öllum árgöngum sem unnu saman að lausn verkefna eða tóku þátt fjölbreyttum leikjum sem í senn reyndu á huga, hönd og heilbrigði.

Kennarar skólans settu upp 20 mismunandi stöðvar í skólabyggingunni og utan hennar með afar fjölbreyttum verkefnum. Hver nemendahópur hafði 20 mínútna viðdvöl á hverri stöð og lærðu heilmikið á þessum tveimur dögum um vináttu og samstarf.

Hér er hlekkur á myndband frá fjölgreindarleikjunum.