Starfamessan sem haldin var í háskólanum á Akureyri í morgun lukkaðist með afbrigðum vel. Nemendur Glerárskóla úr 9. og 10. bekk voru þar og að sögn umsjónarkennara þeirra voru krakkarnir sérlega áhugasamir um störfin sem þarna voru kynnt og hegðun þeirra til algerrar fyrirmyndar.
Á starfamessunni kynntu á fjórða tug stofnanna og fyrirtækja starfsemi sína fyrir um 700 nemendum af Norðurlandi eystra.