Tilefnið er 110 ára afmæli skólahalds í Glerárþorpi og 100 ára fullveldi Íslands.
Allir eru velkomnir að kíkja við hvenær sem er í vikunni.
Það helsta sem verður á dagskrá:
Mánud. 26 | Þriðjud. 27 | Miðvikud. 28 | Fimmtud. 29 | Föstud. 30 |
Dagurinn byrjar í íþróttahúsi með setningu hátíðarviku og söngsal. Nýr skólasöngur kyrjaður.
Yngsta og miðstig skipta með sér íþróttasal. Unnið að skreytingum á öllum stigum. Unglingastig, bakstur, kaffihús. Æfingar fyrir föstudag. |
Dagurinn byrjar með söngsal.
Allir nemendur í útivist, stöðvavinna, gönguferðir, heimsóknir, kakó og smákökur. Hádegismatur grillaður úti. |
Dagurinn byrjar með söngsal.
Yngsta stig fer í undirbúning fyrir skrúðgöngu, búa til veifur og fána. Fara á kaffishúsið okkar. Miðstig spilar félagsvist. Íþróttamót á unglingastigi. Nemendum unglingastigs Oddeyrarskóla boðið í heimsókn. |
Skrúðganga með pompi og prakt, farið frá Bótinni kl. 09:00. Gengið að Árholti og síðan að núverandi skólahúsnæði. Vinabekkir ganga saman. Veitingar í skóla að skrúðgöngu lokinni. Æfingar og undirbúningur Glerárvision. | Betrifatadagur. Glerárvision – söngkeppni Glerárskóla hefst í íþróttahúsi kl. 09:00. Frímínútur kl. 10:00-10:30.
Skemmtiatriði og úrslit. Vinabekkir borða saman hátíðarmat sem hefst kl. 11:30. |