Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Æsispennandi sundmót og líflegur fatamarkaður

Keppt var um Halldórsbikarinn á sundmóti miðstigs í morgun. Þar var ekkert gefið eftir en sigurvegarar eftir hnífjafnt úrslitasund við 6. ÍH voru krakkarnir í sjötta bekk. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Fatamarkaðurinn okkar hefur sannarlega slegið í gegn og margir nemendur hafa valið sér nýja flík á hringrásarmarkaðinum og gefið notuðu nýtt líf.

Krakkarnir í fjórða bekk voru sérstaklega heppin í morgun en þau nældu sér í gamla Glerárskólaboli sem Brynja ritari hafði geymt árum saman. Þau klæddu sig öll í bolina sína í frímínútunum og komu kennurunum sínum verulega á óvart verandi öll eins klædd.