Það er mjög gaman að leika sér í snjónum. Krakkarnir í fjórða bekk nýttu útikennslutímana sína tvo í morgun til þess að skella sér í nálæga brekku með snjóþotur. Þar var leikið, þotið niður brekkur og skemmt sér á fallegan hátt.
Þegar búið var að ærslast úti dágóða stund voru allir tilbúnir til að auðga og efla andann með mátulega krefjandi bóknámi.