Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Glerárvision, okkar eigin söngkeppni, sem fram fer næstkomandi föstudag, þann fyrsta desember.
Nemendur í sjöunda bekk upp í tíunda bekk hafa síðustu daga æft sviðsetningar, dansspor og söng eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem var tekin nú í dag á æfingu hjá sjöunda bekk.
Umgjörð keppninnar verður öll hin glæsilegasta en svið verður sett upp í íþróttahúsinu ásamt ljósum í öllum litum regnbogans og öflugu hljóðkerfi, rétt eins og tíðkast öllum á stórum og glæsilegum söngvakeppnum.
Á föstudaginn mætum við öll í betri fötum í skólann og eldhúsið verður með sparimat.