Nemendur í 5. bekk fóru í aðventustund í Glerárkirkju og áttu rólega og notalega stund saman. Eydís Ösp æskulýðsfulltrúi kirkjunnar tók á móti nemendum. Þau fengu að heyra jólaguðspjallið í gegnum leikþátt með fígúrum og fræddust um aðventukransinn auk þess sem sungin voru jólalög, síðan var boðið upp á piparkökur og djús.