Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Aðlfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Glerárskóla verður haldinn í matsal skólans í dag, mánudaginn 30. september 2024, kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Erindi: Guðmundur Ragnar F. Vignisson lögreglumaður og samfélagslögregla á Norðurlandi fjallar um forvarnarmál.
  2. Venjuleg aðalfundarstörf
  3. Bekkjarráð, hlutverk og fleira
  4. Önnur mál

Kaffiveitingar í boði foreldrafélagsins í umsjón bekkjarráðsfulltrúa 10. bekkjar. Æskilegt er að fulltrúi frá hverju heimili komi á fundinn. Afar mikilvægt er að við höldum áfram að móta þá hefð að foreldrar mæti á fundi Foreldrafélagsins og taki virkan þátt í starfinu. Því leggjum við mikla áherslu á að allir nemendur skólans eigi fulltrúa á aðalfundi, þannig tökum við öll þátt í að skapa gott og gagnlegt foreldrasamstarf.