Aðalfundur Foreldrafélags Glerárskóla 2022 verður haldinn þriðjudaginn 27. september 2022 í matsal skólans. Fundurinn hefst klukkan 20:00
Dagskrá:
1. Nanna Ýr Arnardóttir verður með erindi um svefn og svefnvenjur barna og ungmenna.
2. Venjuleg aðalfundarstörf
3. Bekkjarráð, hlutverk og fleira
4. Önnur mál
Að minnsta kosti einn fulltrúi frá hverju heimili þarf að mæta á fundinn.
.Afar mikilvægt er að við höldum áfram að móta þá hefð að foreldrar mæti á fundi Foreldrafélagsins og taki virkan þátt í starfinu. Því leggjum við mikla áherslu á að allir nemendur skólans eigi fulltrúa á aðalfundinum, þannig tökum við öll þátt í að skapa gott og gagnlegt foreldrasamstarf. Stjórn Foreldrafélags Glerárskóla.