Krakkarnir í fyrsta bekk voru ansi kátir nú í vikubyrjun þegar þeim var boðið á skauta. Sumir voru hálf smeykir stóra spegilgljáandi svellið, enda getur verið snúið að fóta sig á því.
Þess vegna fóru allir varlega af stað en síðan gerðist galdurinn, kjarkurinn óx og færnin með. Þegar allir voru búnir að ná undirstöðuatriðunum, héldu jafnvægi og brunuðu eftir svellinu var veikt á diskóljósunum með tilheyrandi tónlist og þá var nú kátt í höllinni.