Heimildum ber ekki saman um það hvort það hafi verið rúta eða langferðabifreið sem kom sér fyrir við skólann laust fyrir klukkan níu í morgun. Ekki að það skipti miklu máli, því nemendur í 10. bekk voru með það á hreinu til hvers hún var komin. Þeir komu farangri sínum fyrir og fylltu smám saman bílinn sem ók með þau á vit ævintýranna, í langþráð skólaferðalag sem þau hafa verið að safna fyrir að undanförnu.
Ef til vill fáum við myndir og frásagnir sem við munum þá birta hér.