Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

9KJ sigraði í Glerárvision

Það var mikil spenna og heilmikil stemning í miðlotunni hjá okkur í morgun en þá fór fram hin árlega söngkeppni Glerárvision.

Alla jafna fer keppnin fram seinni hluta haustmisseris en vegna ástandsins í samfélaginu var keppninni seinkað og fyrirkomulagi hennar breytt. Keppnin er alla jafna haldin á sviði fyrir framan alla nemendur skólans en því var ekki til að dreifa núna. Atriðin voru tekin upp á myndband, þau klippt saman og sýnd í hverri kennslustofu fyrir sig.

Sigurvegari Gerárvision í ár var 9KJ sem flutti Waka Waka sem Shakira gerði vinsælt hér um árið. Í umsögn dómnefndar kom fram að lagið hafi verið vel flutt og söngur hafi verið góður, dansarnir ljómandi, búningar vel við hæfi og keppendurnir hafi sannarlega notið sín við flutninginn. Krakkarnir í 8RLB höfnuðu í öðru sæti og stelpurnar í sjöundabekk í því þriðja.

Í ár voru í fyrsta skipti veitt sérstök áhorfendaverðlaun og þar fór 9KJ einnig með sigur af hólmi. 9SLB var í örðu sæti hjá áhorfendum og 8FP í því þriðja.

Hér má sjá viðbrögð nemenda í 9KJ þegar úrslitin voru kynnt og hér er vinningslagið þeirra.