Á morgun, þriðjudaginn 4. nóvember er viðtalsdagur í Glerárskóla. Nemendur í 10. bekkur ætla að selja kleinupoka sem hægt er að grípa með sér. Kleinusalan er liður í fjáröflun 10. bekkjar fyrir skólaferðalagið í vor. Í hverjum poka eru 12 ljúffengar kleinur. Pokinn kostar 1500 krónur. Bæði verður hægt að greiða með peningum og korti.
Það er vinsamleg ábending til foreldra og forráðamanna sem heimsækja Glerárskóla að í skólanum er símafrí. Við notum ekki snjallsíma á göngum skólans. Vinsamlegast virðið það.


