Krakkarnir í sjötta bekk þurftu aðeins að stíga ölduna í gær, þegar þau brugðu sér á sjóinn.
Sigling með Húna II er árlegur viðburður ávallt kallar fram tilhlökkun og aldrei verður nokkur fyrir vonbrigðum.
Tilgangurinn með ferðinni er meðal annars að kynna fyrir krökkunum lífið í hafinu og þau þurftu ekki langt til að komast í kynni við hvali sem kunnu að meta heimsóknina.
Krakkarnir fengu einnig að renna fyrir fisk sem hljóp á agnið og endaði á snarpheitu grilli. Sjávarréttaveislan um borð þótti dásamleg, „besti fiskur í heimi,“ eins og ungu svöngu sjómennirnir sögðu.
Ferðin þótti frábær og minninguna geyma krakkarnir um ókomna tíð.